|
10. febrúar 2003 # Langur dagur Byrjaði á að keyra í storminum og rigningunni yfir í Grandaskóla, renna mér á svellinu frá bílnum og inn í skólann, spjalla við skólastýruna og aðstoðarskólastýruna og renna mér aftur út í bíl. Því næst fór ég í tíma í Kennó þar sem ég sat reyndar ekki sem nemandi heldur sem aðstoðarmanneskja með yfirumsjón með myndbandssýningu og tilkynningaskyldu. Er að hugsa um að setja "hefur kennt við KHÍ" á ferilskrána hehehe Fyrsta alvöru hópverkefnavinna annarinnar stóð svo frá hálfþrjú til hálfellefu, með smá pásu í hörku leikfimitíma og mataröflunarferð á Pizza Hut. Stóðum okkur með prýði og erum vonandi búnar með lungann af verkefninu.
|
Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna
Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)
Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes
Art Lad
Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ
..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á rss.molunum
Enginn hefur lagt orð í belg!