11. október 2003  #
Sosíalhelgin

Það var hörkufjör í óvissuferðinni í gær. Við byrjuðum á því að fara í leik í skólanum áður en lagt var af stað, fengum nöfn frægs fólks á bakið á okkur og þurftum að finna út hver við vorum með já- og nei-spurningum. Síðan fórum við upp í rútu og héldum út úr bænum. Við Rauðhóla var okkur hent út í vegarkant þar sem við stóðum og kepptum í að blása upp blöðrur. Rútubílstjórinn var eins konar skemmtikraftur og sá um að stjórna keppninni. Að blöðrublæstri loknum hellti skemmtinefndin snafs í mannskapinn.
Við ókum eins og leið lá austur fyrir fjall og sungum í karokí á leiðinni. Algjör skemmtirúta! Á Selfossi fórum við í fjársjóðsleit og hlupum misedrú um Kaupfélagið eins og upptrekktar Duracell-kanínur að leita að öllu sem talið var upp á fjársjóðslistanum. Ég var reyndar ekki alveg viss hverjir voru með mér í liði...en það gerði ekkert til, alveg jafngaman fyrir því! :)
Við ókum áfram suður og enduðum á Hestheimum þar sem við fengum mjög góðan, ekta íslenskan mat. Eftir matinn var okkur síðan smalað aftur upp í rútu og aftur út úr henni eftir 1-2 mínútna akstur en þá vorum við komin "alla leið" yfir í hesthús staðarins. Þar sá rútubílstjórinn um að kenna okkur línudans, fara með okkur í leiki og loks dönsuðum við frá okkur vit og rænu enda margir góðir geisladiskar með í för.
Skemmtinefndin fær heilmikið hrós fyrir frábæra ferð :)

Í kvöld fórum við Jói hins vegar í þrítugsafmæli Óskars, (sem er vinur Jóa og fyrrum vinnufélagi). Já, félagslífið í hámarki þessa dagana :)


Leggja orð í belg
1 hefur lagt orð í belg
12. október 2003 16:20:02
Bílstjórinn.
Hann er greinilega ekkert venjulegur þessi bílstjóri. Á hann hvorki nafn eða mynd af sér í ferðasögunni?
Þetta lagði mamma í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum