|
12. júní 2003 # Framtakssamur dagur Verslaði í Fjarðarkaup í dag. Held að auglýsingarnar frá þeim séu alveg ekta, þetta er sko vinalegur stórmarkaður. Ég áttaði mig á því um leið og ég leit í kringum mig og sá starfsfólk reiðubúið til aðstoðar í hverjum krók og kima. Konan sem var á undan mér við kassann var líklega eitthvað bakveik, alla vega átti hún erfitt með að teygja sig í vörurnar sem voru á botni innkaupakerrunnar. En það gerði ekkert til, kassadaman var fljót að bregða sér að kerrunni og ljúka við að taka upp úr henni fyrir konuna. Fór seinna um daginn í Holtagarðana til að kaupa sæng og grillbursta í Rúmfatalagernum. Fékk reyndar hvorugt en keypti furðukodda, handklæði og gólfmottu og hitti Unnstein frænda við innganginn á Bónus. Við erum bæði að telja niður dagana þar til Harry Potter 5 kemur út! Mamma ætti að vera ánægð með mig. Ég grillaði aftur í dag en í þetta skipti í sól :) Mamma er nefnilega harður aðdáandi sólar og þess að nýta hana sem best. Við borðuðum reyndar inni enda ekki með neinn Sóltúnspall ;) Hápunktur dagsins er þó líklega Kringluferðin eftir kvöldmat. Við Jói fórum í verslunarferð og hann fékk jakkaföt, skyrtu, bindi, skó og sokka. Stórglæsilegur og myndarlegur vægast sagt :) Ég ætti að útskrifast úr háskóla oftar, það er sko sjaldan sem ég næ mínum heittelskaða unnusta í búðarferðir, hvað þá til að versla föt á hann!!! ;)
|
Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna
Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)
Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes
Art Lad
Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ
..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á rss.molunum
Enginn hefur lagt orð í belg!