14. janúar 2003  #
Át- og kjaftaklúbbur D-bekkjarins

Í kvöld var saumaklúbbur hjá Önnu Margréti í D-bekknum. Eins og alltaf var frábært að hitta fyrrum bekkjarfélagana, borða á sig gat og missa heyrnina vegna hávaðans í kjaftavaðlinum í okkur. Svo ég skjóti því nú inn hérna, þá er ég mjög stolt af okkur fyrrum D-bekkingum fyrir hvað við erum dugleg að hittast, eða ætti ég að segja duglegar...strákarnir okkar tveir eru því miður ekki nógu duglegir að láta sjá sig.
Sem sagt, ég ákvað að koma með eitthvað sætt og fitandi og datt í hug að gera Geirakökurnar en þær eru aðalsmákökurnar sem ég baka. En það var eitthvað bjánalegt að fara að baka smákökur í janúar og ákvað ég því í samráði við "Neyðarlínu eldhússins" (þ.e. mömmu) að breyta uppskriftinni og baka köku úr henni í staðinn. Þar sem mér fannst heill bolli af sykri ekki gera þetta nógu sætt ákvað ég að skella M&M og lakkrís út í :P Þetta heppnaðist allt alveg ágætlega og úr varð Sælgætiskaka Sigurrósar.


Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum