Gleðilega páska, gott fólk!
Vonandi hafa allir haft það jafngott og ég í dag :) Við opnuðum páskaeggin okkar tvö um það leyti sem Formúlan byrjaði og fengum bæði málshátt.
Jói fékk: Enginn deilir lengi einn.
og ég fékk: Það kvelur ei auga sem ei kemur í það.
Týpískt að ég skyldi fá einhvern svona augnamálshátt, ég er sko með hryllilega augnafóbíu og í hvert skipti sem ég les málsháttinn minn yfir þá sé ég fyrir mér einhvern ógeðslegan aðskotahlut í saklausu auga... úff...ég á m.a.s. í erfiðleikum með að skrifa um þetta!
Meðan Jói var duglegur í lokaverkefnavinnunni sá ég Maid in Manhattan í þriðja sinn. Hún var enn jafngóð og Ralph Fiennes var enn jafnsætur ;)
Páskamaturinn var ljúffengur og rann mjúklega niður með frönsku rauðvíni. Grand Orange-lambakjöt, appelsínusósa og bökunarkartöflur á stærð við mangó. Hlakka til að borða afganginn á morgun :) Að málsverði loknum fengum við okkur heimagerða ostaköku og horfðum á About a boy sem er alveg stórfín. Horfðum líka á hluta af nýjustu Bond-myndinni sem var ekki eins stórfín. Ætluðum að reyna að horfa á hana alla en gáfumst upp eftir ca. korter og fórum í ÍSlandshlutann. Nenntum ekki að kíkja á endinn, gerum ráð fyrir að Bond bjargi deginum, stúlkunni og heiminum.
Sem sagt hinn fínasti páskadagur - sátt við lífið og tilveruna :)
Enginn hefur lagt orð í belg!