24. ágúst 2003  #
Brúðarvalsinn í gær

Frábært brúðkaup hjá Ívari og Önnu Lilju í gær. Athöfnin í Fríkirkjunni í Hafnarfirði var mjög falleg og alls ekki amalegt að fá að hlusta á bæði Bjarna Ara og Stebba Hilmars syngja.

Eftir athöfnina fórum við Jói á Súfistann í Hafnarfirði og fengum okkur kakó og með því. Röltum síðan einn hring í Hlíðargarði áður en það passaði að drífa sig í veisluna í Félagsheimili Kópavogs.

Veislan var virkilega fín; maturinn góður, ræðurnar hver annarri skemmtilegri, myndböndin úr steggja- og gæsapartýunum óborganleg og frábær stemning í salnum. Einar Ágúst og Gunni úr Skímó komu og héldu uppi stuði í smá stund (verst að ákveðnar vinkonur mínar voru ekki með okkur þetta kvöld ;) ) og að lokum brá veislustjórinn sér í DJ-hlutverkið og veislugestir brugðu sér á dansgólfið.

Frábært kvöld og ég þakka fyrir mig.
Til hamingju, Ívar og Anna Lilja :)

--- x x x ---

Við Jói kunnum ekki að sofa út og fórum því fram úr um kl. hálftíu í morgun. Fengum okkur smávegis að borða og röltum svo niður á Hlemm að ná strætó til Kópavogs til að sækja bílinn.

Komum við á MacDonalds í Smáranum áður en við fórum heim og fengum okkur þynnkumat og ís. Ansi fínt :)

Svo ætlum við bara að hafa rólegan dag og skella okkur svo í kvöldkaffi til Arnar og Regínu í kvöld.


Leggja orð í belg
1 hefur lagt orð í belg
25. ágúst 2003 14:25:26
já, við "ákveðnar vinkonur þínar" hefðum svo sannarlega þurft að mæta....;)
Þetta lagði í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum