31. janúar 2003  #
Geimverur í fólskuveðri
En hvað er málið með veðrið? Ég er farin að óttast að ég þurfi að byrja að líma eigur okkar niður ef þakið skyldi taka upp á því að fjúka af... Það er alla vega gott að þurfa ekki að fara út - gott að kúra bara inni og horfa á Men In Black II. Skemmtileg mynd með mörgum góðum punktum. Mæli með henni :)

Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


Fór í kveðjupartý fyrir utanlandsfarana okkar í gærkvöld. Halla og Hófí halda utan í dag til náms fram á sumar og buðu okkur því á Tapasbarinn til að kveðjast í bili. Það var mjög erfitt að klára að kveðja og sleppa af þeim hendinni, en þetta er nú kannski ekki svo langur tími - þetta flýgur áfram.

Ég fór svo reyndar heim á bilinu tólf-hálfeitt því ég þurfti að vakna snemma í morgun og spinna og æfa leikþátt með stelpunum í Kennó. En þrátt fyrir að hafa verið svona skynsöm og farið snemma þá gat ég samt ekki sofnað fyrr en rúmlega þrjú . . . rumskaði svo við veðrið um kl. 6 í morgun. Var að vonum frekar þreytt þegar ég hitti stelpurnar um hálfníu en einhvern veginn tókst okkur samt að koma okkur í gang og spunnum alveg hreint ágætis leikþátt.


Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum