4. júlí 2003  #
Ný útgáfa af Grease

Fór ásamt Jóhönnu, Assa og Guðrúnu Brynju á Grease í Borgarleikhúsinu í kvöld. Sýningin kom virkilega á óvart enda mikið breytt frá upprunalegu útgáfunni. Einhver gæti kannski kvartað yfir því en mér fannst það frábært, það gerði atburðarásina aðeins óvæntari, maður vissi aldrei nákvæmlega hvað myndi gerast næst. Jónsi er fullkominn sem Danni, taktarnir og stælarnir hans eins og sérsniðnir fyrir hlutverkið. Birgitta er líka voða sæt og fín. Ég held að málið sé svo bara að horfa einu sinni enn á myndina á morgun og rifja upp hvernig Johnny og Olivia fóru að þessu ;)
     Þegar ég leit yfir salinn í hléinu datt mér í hug að við hefðum kannski villst inn á þrjúbíó, það voru svo mörg börn í salnum og allar stelpurnar með Birgittublóm í hárinu sýndist mér ;) Daman við hliðina á mér var varla eldri en fimm ára en hún, jafnt sem u.þ.b. 2 ára systir hennar sem sat í fanginu á mömmu sinni, var alveg til fyrirmyndar og það heyrðist varla í þeim systrum.

Í öðrum fréttum er svo það helst að Helga Sigrún og Jónas eru búin að kaupa sér íbúð. Til hamingju með það :)
 


Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum