5. júlí 2003  #
Hjólatúr og Pizza Frat

Byrjuðum daginn á hjólatúr í gegnum Laugardalinn, framhjá fyrrum heimili okkar á Kambsveginum, aftur í gegnum Laugardalinn og heim.
Við ætlum að gera hjólatúrana okkar að föstum lið á laugardögum. Auðvitað kemur alveg til greina að fara oftar út að hjóla ;) en planið er að fara a.m.k. alltaf á laugardögum.
Spurning hvert við ættum að fara næsta laugardag? Vonandi verður sól þá, mér finnst ekki eins skemmtilegt að hjóla í rigningu.

Seinna um daginn fórum við á aðalsafn Borgarbókasafnsins, skiluðum síðasta mánaðarskammti af bókum og tókum nýjan skammt. Ég fann fullt af Chicklit-bókum og er himinlifandi kát.

Um kvöldið ákváðum við að panta fríu pizzuna sem við eigum inni hjá Pizza Hut eftir vesenið um daginn. Einhverra hluta vegna varð ég ekkert rosalega undrandi yfir því að Pizza Hut kannaðist ekkert við málið. Inneignin sem átti að vera skráð í tölvukerfið fannst hvergi og vandræðaleg stelpan sem ræddi við mig í símann sagðist ekki mega gefa mér pizzuna og benti mér á að ræða við skrifstofuna á mánudaginn. Ísskápurinn okkar bauð ekki upp á mikið og við vorum búin að gíra okkur inn á pizzu svo ég tók eitthvað tilboð hjá þeim og ætla að hringja í skrifstofuna strax eftir vinnu á mánudaginn. Ég er ekki alveg á því að leyfa þeim að komast upp með þetta...!

Skellti Grease í tækið meðan ég nartaði í tilboðspizzuna sem ég endaði á að kaupa. Æðisleg mynd :) Ég spóla reyndar alltaf yfir heimskulega verndarenglaatriðið. Er einhver sem fílar það atriði, ég bara spyr...?


Leggja orð í belg
2 hafa lagt orð í belg
6. júlí 2003 00:11:41
Ég styð þig í að láta þá ekki komast upp með það hjá Pizza Hut að þú getir ekki notað inneignina þína. Við þessar með "svörtu hattana" látum ekki slíkt viðgangast :)
Þetta lagði mamma í belginn
6. júlí 2003 00:39:25
Pizza Hut
Þú mátt alls ekki láta Pizza Hut komast upp með þetta. Ég hef þrisvar lent í einhverjum svona leiðindum hjá þeim og alltaf hafa þeir komist upp með það. Langar helst til að hætta að skipta við þá, bara verst hvað pizzurnar hjá þeim eru góðar...
Þetta lagði Eygló í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum