7. febrúar 2003  #
Michael Pan
Það hafa líklega margir horft á myndina um Michael Jackson sem sýnd var á RÚV í gær og þar á meðal var ég. Ekki sem aðdáandi heldur var ég spennt að fá að skyggnast inn fyrir hjá "fríkinu". En í stað þess að hlæja mig máttlausa eins og ég var búin að búa mig undir, öðlaðist ég mikla samúð með aumingja manninum. Ég er innilega sammála honum Þorkeli, Martin Bashir fór langt langt yfir strikið. Það er mín skoðun að helsta vandamál Michael Jackson sé einmitt að hann er enn bara krakki, hagar sér sem slíkur og gerir sér ekki alveg grein fyrir afleiðingum gjörða sinna. Mér finnst ólíklegt að hann sé að misnota þennan dreng sem kemur og gistir hjá honum, en hins vegar hefði hann mátt vita að hann gæti lent í vandræðum ef hann leyfði fleiri utanaðkomandi börnum að gista í rúminu sínu eftir lögsóknina sem hann lenti í fyrir u.þ.b. 10 árum. Ég hef smá áhyggjur af börnunum hans þó hann vilji þeim greinilega allt hið besta, held að það geti varla verið hollt fyrir börn að alast upp hjá 44 ára gömlum, veruleikafirrtum Pétur Pan.
       Meira um myndina
          Heimildarmyndin vekur deilur
          Viðbrögð Michael Jackson við myndinni
          Nokkrar greinar um heimildarmyndina

 


Leggja orð í belg
2 hafa lagt orð í belg
16. desember 2007 16:49:45
....
ja , þessi bashir gaur notaði MJ fyrir peninga og þetta pétur pan dót sýndi ekki rétta ímynd yfir Mike .....
Þetta lagði Ása Kolla í belginn
23. desember 2007 00:50:04
Grenjaði og grenjaði
Ég er 13 ára og ég er örrugla mesti Michael fan á öllu Íslandi og ég var svo reið eftir þennan þátt eða myndað ég fór að grenja af reiði! í alvöru talað! ég grenjaði og grenjaði og grenjaði það mikið að þegar ég vaknaði næsta dag var ég öll rauð og þrútinn í framan. Ég bara þoli ekki þegar að fólk er svona! Þetta er bara fjandans einelti í alvöru talað og fólk ætti að sjá að hann er bara soldið messaður upp og ég get ekki blaimað honum fyrir það og mun aldrei geta svo Michael Jackson stay a life!!!
Þetta lagði Helena í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum