9. apríl 2003  #
Vesen, vesen

Síðustu vikur (eða mánuði...?) hef ég reynt að ftp-a inn á heimasíðu Hrafnhildar efnið sem ég vann fyrir hana en ekkert gengið. Ég hef tékkað á öllum stillingum ótal sinnum og átt nokkur afar skemmtileg símtöl við kerfisþjónustuna sem flest hafa verið á þessa leið:
          Ég: Þetta virkar ekki.
          Þeir: hmmmm.....
Svo í dag gaf ég mér tíma til að drösla tölvunni minni upp í skóla, tengja hana við netið hjá kerfisköllunum og viti menn, þá virkaði allt. Greinilega lokað fyrir að utanhússfólk geti ftp-að inn á serverinn þeirra.
Ef ég ætla svo að uppfæra eitthvað á síðunni þá þarf ég líklega að fara og koma mér fyrir hjá kerfisþjónustunni. Meira vesenið!!! Af hverju er allt svona sniðugt í Kennó?

Ég sleppti leikfiminni í síðustu viku og missti síðan af tímanum á mánudaginn sökum verkefnavinnu. Komst svo að því þegar ég mætti í dag að næstu tvær vikur verður páskafrí í leikfiminni svo að ég mæti ekki aftur fyrr en 28. apríl. Ekki nógu gott, ég verð orðin að algjörum aumingja þá. Kannski ég drífi í að láta laga hjólið mitt og reyni að slétta úr maga, rassi og lærum með því að fara í reglulega hjólreiðartúra. Það kæmi mér ekki á óvart ef það færi þá að snjóa til að koma í veg fyrir þau áform mín...


Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum