|
10. mars 2004 # Fall og endurreisn Það er skuggalegt hvað það er auðvelt að hafa áhrif á skoðun manns á fólki í sjónvarpinu, alla vega mína skoðun. Maður hefur oft heyrt að stjórnendur raunveruleikaþátta stjórni því í raun hverja manni líkar við og hverja ekki. Þeir velja einfaldlega úr hvaða atvik þeir sýna okkur og mála þannig ýmist dökka eða ljósa mynd af fólki. Ég reyni yfirleitt að telja mér trú um að ég sjái í gegnum svona lagað en held að ég sé bara að plata sjálfa mig. Það fer alla vega ekki á milli mála að mér líkar ágætlega við Jerri í Survivor All Stars en þoldi hana alls ekki í Ástralíu. Samt er þetta líkast til bara sama manneskjan sem er að taka þátt í bæði skiptin. Ég býst við að hún sé betur í náðinni hjá þáttagerðafólkinu núna.
|
Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna
Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)
Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes
Art Lad
Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ
..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á rss.molunum
4 hafa lagt orð í belg
Vá
Sammála,sammála og mikið er nú sagt þegar maður finnur til með Romano :)
Þetta lagði Helga Sigrún í belginn
Akkúrat!
Og það var einmitt þetta með Romano sem gerði þetta verulega spooky......
Þetta lagði Sigurrós í belginn
Sammála
Ég er hjartanlega sammála ykkur tveimur. Þetta á svo eftir að versna, við erum byrjuð að horfa á nýjustu seríuna og þar finnur maður til með honum í hvert skipti sem hann sést á skjánum.
Þetta lagði Elísabet í belginn
Sammála
Hann fær líka mína samúð en fyrir síðasta þátt þá var ég gjörsamlega búin að fá nóg af honum- mér fannst hann vera að skemma þættina. Eftir síðasta þátt þá gat ég ekki annað en vorkennt honum pínu lítið- en ekki mikið!!
Þetta lagði Sigrún í belginn