|
17. janúar 2004 # Meira um snjó Ég sagði mömmu í símanum áðan að það væri nú bara smávegis snjólag hérna í Reykjavík, annað en á Selfossi... en uppgötvaði það nú þegar ég skrapp út í búð áðan að það var aðeins meiri snjór en ég hélt. Samt ekkert á við snjóskrímslið sem kom rétt fyrir áramót en samt nóg til að ég hálffesti bílinn á leiðinni út úr innkeyrslunni okkar. Náði sem betur fer að losa mig og komast út á götu og festi mig ekki meir. Þurfti reyndar að koma við uppi í skóla og þorði ekki að leggja í vanalegu kennarastæðin þar sem þau voru ískyggilega snjóþung. Lagði því næstum úti við Háuhlíð og gekk restina af leiðinni. Stjörnuleit og Bandarískt Brúðkaup Til að vera ekki öðruvísi en öll íslenska þjóðin "horfðum" við á Idol í gær. Reyndar byrjuðum við bara að horfa í seinni umferð og reyndar erum við með stöð tvö ruglaða svo við fengum bara hljóðið óbrenglað en þetta var samt ágætt. Ég held það sé engin spurning að besti þátttakandinn vann, hefur skarað algjörlega fram úr í þessum þremur keppnum sem ég hef séð. Fram að Idolinu horfðum við á American Wedding sem við áttum alltaf eftir að sjá. Virkilega neyðarleg en bráðfyndin. Nú er helgin framundan og ég ætla að einbeita mér að tvennu: Leggja orð í belg Enginn hefur lagt orð í belg!
|
Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna
Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)
Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes
Art Lad
Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ
..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á rss.molunum
Enginn hefur lagt orð í belg!