|
17. maí 2004 # Nordisk samarbejde Það var gestagangur í stofunni minni í dag. Þ.e.a.s. skólastofunni. Og það var bara einn gestur. Með mér í dag var dönsk kennslukona frá Holbergsskolen í Kaupmannahöfn. Hún kennir bornehaveklasse sem samsvarar 1. bekk hjá okkur, og hana langaði til að kynna sér yngri barna kennslu á Íslandi. Ég fræddist um leið um hvað þeir gera í Danmörku (það snýst allt um Danmörku hjá mér þessa dagana...). Það var virkilega gaman að fá svona heimsókn og skiptumst við kennslukonurnar á e-mailum. Allt í lagi að koma af stað smá svona nordisk samarbejde :) Annars er það helst í fréttum að sigurvegari er kominn í Survivor. Ég var ekki sátt við að uppáhalds keppandinn minn skyldi detta út :( en var samt sem áður nokkuð sátt við málalokin og þá sérstaklega hina óvæntu uppákomu (ertu ekki sammála mér Helga? Var þetta ekki líka svona inni á þinni línu? ;) hehe). Hálfsorglegt að eiga ekki eftir að sjá fleiri Survivor-seríur. Eða hvað, er kannski von á fleiri All-Stars?
|
Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna
Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)
Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes
Art Lad
Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ
..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á rss.molunum
1 hefur lagt orð í belg
ó jú
Svona er maður fyrirsjáanlegur, en ég hef reyndar ekki fylgst neitt sérstaklega vel með Survivor en sá þáttinn í gær.....þetta var ekkert smá sætt
Þetta lagði Helga Sigrún í belginn