|
2. maí 2004 # Maídagur Við Stefa skelltum okkur loksins í sund um hádegi í dag. Ákváðum að fara í gömlu góðu Laugardalslaugina og rifja upp sundspretti frá fyrri tíð. Fengum sundkortin okkar götuð í afgreiðslunni og drifum okkur inn. Við inngang búningsklefann sagði svekktur viðskiptavinur okkur að laugin væri lokuð, þ.e.a.s. sá hluti hennar sem hægt er að synda í. Við fórum aftur í afgreiðsluna og fengum þetta staðfest. Það var sundmót og djúpa laugin lokuð almenningi. Afgreiðslukonan sagði okkur hálffýlulega að þetta stæði nú á auglýsingablaði þarna í afgreiðslunni. Við skimuðum í kringum okkur og fundum loks blaðið, með svo smáum stöfum að ég hefði þurft að færa mig alveg upp að því til að geta lesið hvað stóð. Við fengum endurgreitt og drifum okkur í Vesturbæjarlaugina, þar sem hittum mun almennilegri afgreiðslukonu, lentum ekki á neinu sundmóti og hittum fræga og kynþokkafulla fólkið í heita pottinum. Miklu betri útkoma ;) Frábær maídagur :)
|
Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna
Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)
Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes
Art Lad
Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ
..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á rss.molunum
Enginn hefur lagt orð í belg!