23. september 2004  #
Er ég hryðjuverkamaður?
Það veit ég vel að margir eru andvígir kjarabaráttu kennara en Þráinn Bertelsson sló samt öll met í pistli sínum aftan á Fréttablaðinu í gær þann 22. september. Hann setur mig og aðra grunnskólakennara undir sama hatt og Osama Bin Laden, flugræningjana þann 11. september 2001 og gíslatökumennina í Beslan sem urðu valdir að dauða, limlestingum eða hvarfi hátt yfir 1000 manns. Samkvæmt honum eru verkfallsaðgerðir okkar hryðjuverk og höldum við nemendum okkar í gíslingu. Aðgerðir okkar eru komnar undir sömu skilgreiningu og aðgerðir þeirra sem myrða menn, konur og börn, sem höggva miskunnarlaust af þeim höfuðin og nota flugvélar sem sprengjur.
Glæsilegt, Þráinn, alveg hreint glæsilegt innlegg í umræðuna...

Leggja orð í belg
2 hafa lagt orð í belg
23. september 2004 11:00:48
Fleiri leiðindapistlar
En hvað fannst þér um pistilinn sem Guðmundur Andri Thorsson skrifaði á mánu- eða þriðjudaginn í Fréttablaðinu ? Erum við eitthvað að misskilja þessa menn ? Eða eigum við að efna til bókabrennu ?
Þetta lagði Inga Hrund í belginn
23. september 2004 12:57:08
Þráinn hefur oft verið mjög skemmtilegur og með áhugaverða pistla. En í gær fór hann langt,langt yfir strikið, hreint ótrúlegt hvað fólk getur látið út úr sér þessa dagana.
Þetta lagði Sigrún í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum