26. júní 2004  #
Laugardagur til lukku

Stundum er maður fátækur og stundum er maður ríkur.
Þessa stundina finnst mér við Jói vera voða rík. Alla vega eigum við núna tvö heimili, eitt í Reykjavík og eitt í Kópavogi. Þetta ástand mun að vísu ekki vara neitt rosalega lengi ;) en er samt nokkuð skemmtilegt meðan á því stendur.
Já, í dag fengum við afhenta nýju íbúðina okkar í Kópavoginum og eins og mamma nefnir í blogginu sínu þá eigum við von á heilli herdeild til að hjálpa okkur að mála á morgun. Ég var í íbúðinni í kvöld að líma málningarlímbönd á sem flesta staði en hætti svo vegna lélegra birtuskilyrða (þarf að muna að hafa með mér ljósaperur á morgun fyrir herbergin) og ákvað að drífa mig frekar heim á hitt heimilið (híhí) og horfa á video. Við horfðum á Freaky Friday sem er jafnvel enn skemmtilegri en ég hélt hún yrði. Jamie Lee Curtis fer alveg á kostum :)


Leggja orð í belg
3 hafa lagt orð í belg
28. júní 2004 10:05:18
Freaky Sunday!!
Hæhó!

Merkilegt - við Rúnar byrjuðum líka að horfa á Freaky Friday í gær... eftir að hafa horft á fyrstu mínúturnar rann svo reyndar upp fyrir okkur að við vorum búin að sjá myndina :Þ~~ Tvö voða vitlaus..tíhíhíhí..

Kveðja,
Stefa Statler
Þetta lagði Stefa í belginn
28. júní 2004 15:14:07
Myndir
Hvenær fær maður svo að sjá myndir af nýju íbúðinni?
Þetta lagði Sunna í belginn
3. júlí 2004 17:56:26
Til hamingju með nýju íbúðina!:)
Þetta lagði Bára í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum