|
31. maí 2004 # Hroki og dónaskapur! Birgir Björn formaður launanefndar sveitafélaganna talar mikið um óréttmætar launakröfur kennara í fjölmiðlum um þessar mundir. Greinilegt að honum finnst kennarar vera vanþakklátir og frekir fyrst þeir vilja ekki samþykkja tilboð launanefndarinnar. Hann hlýtur að hafa rétt fyrir sér því það þekkja nú allir frekjuna í þessum kennurum. Eða hvað? Á föstudaginn barst mér tölvupóstur frá Jóni Pétri Zimsen, kennara í Réttarholtsskóla. Hann hefur dregið saman kröfur launanefndarinnar og þar kemur svart á hvítu fram hversu mikill dónaskapur þetta "stórkostlega" tilboð launanefndarinnar í raun og veru er. Hér fyrir neðan má sjá þetta bréf.
5. LN vill auka undirbúningstíma okkar úr 20 mín í 27 mín. Þeir ætla að gera það með því að taka 74 stundir úr 150 tíma endurmenntunnar/undirbúningstíma sumarsins. Þessi gjörð er í hrópandi ósamræmi við það þegar þeir styttu undirbúninginn í síðustu samningum. Þá var undirbúningur styttur um 8 mín. Það var gert til að hægt væri að bæta við tíma sem samsvarar 15 dögum (10 nemendadagar, 2 undirbúningsdagar á sumri og aukinn verkstjórnarþáttur skólastjóra). Auðvitað á að auka undirbúing okkar en það á gerast þannig að kennsluskylda minnkar eða að kennsludögum fækki. Auk þess er þessi gjörningur áras á kennara sem eru komnir á aflslátt. Þeir geta hvort sem er ekki sinnt 150 tíma endurmenntunnar/undirbúningstíma (55 ára um 120 tíma og 60 ára um 100 tíma) vegna orlofs, en ef þetta verður gert þá styttast þessar 150 stundir niður í 76 stundir sem þýðir að 60 ára kennari er að gefa 50 tíma en 55 ára 30 tíma*. Þetta lengir vinnuvikuna á veturna og bætir augljóslega tíma á eldri kennara --> aukin vinna, kjaraskerðing. *60 ára kennari getur sinnt 100 klst í endurmenntunnar/undirbúningstíma af 150 klst vegna orlofstíma. Í tilboði LN eru 150 stundunum fækkað í 76. Það þýðir að þær 50 stundir sem féllu "dauðar" niður áður eru komnar yfir á veturinn. Það sama á við 55 ára kennara hann getur sinn um 120 klst af 150 klst, hjá honum féllu 30 stundir niður"dauðar". Minna má líka á að í síðustu samningum gáfu 60 ára kennarar 51 dag og 55 ára 36 daga í aukna bindingu í skólanum. Allur afslátturinn var gefinn! 6. LN ásælist skerf úr Vonarsjóði þannig að skólastjórar geti fjármagnað endurmenntunaráætlanir skólanna með fé úr honum. Kennarar hafa notað Vonarsjóð til endurmenntunnar fyrir sjálfa sig, þ.e. ekki eitthvað sem ákveðið er miðlægt af skólastjórum. Þarna er verið að minnka sveigjanleika okkar og aukið vald fært yfir til skólastjóranna.
Ég tek hjartanlega undir með Jóni Pétri. Tilboðið er hrein og klár móðgun við kennarastéttina og ef því verður ekki breytt sé ég ekki annað ráð en að fara í verkfall 20. september. Að lokum langar mig að benda á frétt á vef kennarasambandsins sem sýnir að launanefndin fer alls ekki með rétt mál í fleiri en einu tilviki. Svo virðist sem þar séu menn einkar lunknir við að túlka sannleikann sér í hag...
|
Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna
Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)
Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes
Art Lad
Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ
..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á rss.molunum
2 hafa lagt orð í belg
Fyrir okkur sem erum ekki kennarar er ekki nokkur leið að skilja um hvað málin fjalla. 11,07 tímar? Ha? Hvað? Afsláttur? Komnir á afslátt, ha? Þið verðið að snúa ykkar orðalagi og búa til skiljanlegan samanburð við launafólk sem vinnur frá 9-5, fær 24 daga í orlof á ári, jólabónus og orlofsuppbót.
Kerfið er svo flókið hjá ykkur að þeir sem eru ekki kennarar skilja það ekki og hafa ekki orku í að setja sig inní þessí mál, sem virka flókin og torræð og því kannski erfiðara að fá stuðning úr öðrum stéttum. Einfaldið hlutina og farið í herferð þannig. Við verðum að skilja þetta til þess að geta stutt ykkur.
Hver er tímafjöldi per klst í fullri vinnuviku kennara( ekki kenndum stundum)
Hvert er orlof kennara?
Kveðja
Þetta lagði Félagi í VR í belginn
Jæja kennarar hvað?
Jæja, ja ég var t.d. að klára núna vinnuna fyrir morgundaginn og klukkan mín er 02:27 (já um nótt!) Ég þekki ekki marga sem leggja eins mikið á sig og við kennaradruslurnar (með fólkið sem á að erfa landið)!!! En að því er virðist halda allir aðrir í samfelaginu (ókei margir) að við séum bara ábyrgðarlaus og alltaf í fríi? Ég bendi góðfúslega á að ég þurfti að svara 6 ára börnum sem spurðu um jól: Af hverju fá alþingismenn alltaf miklu lengra frí en börn? Ja, mér varð fátt um svör, en eitt vissi ég þó að kaupið þeirra er að öllum líkindum eitthvað hærra en hjá okkur!!! Baráttukveðjur ... og góða nótt það sem eftir er af henni! ;o)
Þetta lagði Steinunn í belginn