|
31. ágúst 2004 # Tilkynning Húsgagnaeftirlitið í Kópavogi auglýsir eftir garðborði. Borðið er hvítt á lit og kringlótt. Það er úr plasti og með fjóra fætur. Það sást síðast á svölum við íbúð í Arnarsmára þann 29. ágúst. Talið er að það hafi tekist á loft og flogið á brott út í veður og vind. Grill, sem staðsett var á sömu svölum, virðist hafa reynt að fylgja því eftir en náðist á flóttanum. Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir borðins, á landi eða í lofti, eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við íbúa Betrabóls. Uppfært: Borðið sem auglýst var eftir fyrr í kvöld er komið í leitirnir. Íbúar Betrabóls sögðust í samtali við síðuna vera mjög þakklátir fyrir að borðið skuli vera fundið. Það er reyndar brotið í tvennt og verður keyrt í Sorpu við fyrsta tækifæri en því er hér með þakkað fyrir ágætis þjónustu seinni part sumars.
|
Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna
Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)
Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes
Art Lad
Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ
..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á rss.molunum
1 hefur lagt orð í belg
Vona að enginn hafi meiðst...
Það þarf greinilega akkeri á svona borð og dugar varla til fyrst grillið lagði af stað líka! Hmmm.
Þetta lagði Anna Sigga í belginn