|
9. maí 2004 # Sjötugsafmæli Jóns Inga Leiðin lá austur fyrir fjall í gær. Jón Ingi mágur mömmu varð sjötugur í gær og hélt upp á afmælið með mikilli tónlistarveislu í Tryggvaskála. Fjölmargir stigu í pontu og sögðu viðstöddum frá kynnum sínum af afmælisbarninu, 10 ára afastrákur sýndi glæsilegan dans, sunginn var fjöldasöngur og ýmsir tóku lagið og sungu einsöng, þ.á.m. voru söngkonan Kristjana Stefánsdóttir og einnig 8 ára gömul afastelpa. Glæsilegt afmæli í alla staði :) Við Jói fengum svo húsaskjól hjá mömmu. Vöknuðum snemma og ætluðum að skella okkur í bakarí um níuleytið en komumst að því að Selfossbakaríin opna ekki fyrr en hálftíu :( En sem betur fer átti mamma kleinur handa okkur svo að við þurftum nú ekkert að svelta :) Keyrðum svo heim í höfuðborgina fyrir hádegi í góðu veðri. Sigrún hjólaði svo til okkar úr Mosfellsbænum um tvöleytið. Sem betur fer hitti hún engan hund á leiðinni eins og í síðustu hjólaferð. Mikið innilega er ég sammála henni með að banna hundahald. Ég er svooooo langt frá því að vera dýramanneskja! En sem sagt, við Sigrún sátum úti á svölum í sólinni og kjöftuðum meðan Jói læknaði fartölvuna hennar af vírusum. Ég hjólaði svo með henni áleiðis tilbaka en sneri reyndar við nálægt Gnoðavogi og hjólaði eftir krókaleiðum aftur heim. Veit að þetta var nú ekkert sérlega langt en fyrsta hjólaferð ársins má heldur ekki gera út af við mann ;) Býfuglinn Það er býfluga á stærð við lítinn kanarífugl í glugganum á vinnuherberginu okkar! Við reyndum að koma henni út, en nú er hún búin að ná að hreiðra um sig í fellingu í blúndugardínunni. Ég vona bara að hún hafi ekki ákveðið að það sé góður staður til að gera sér bú... :S Uppfært: Uppfært enn á ný: Leggja orð í belg 2 hafa lagt orð í belg 11. maí 2004 15:17:47 Heimilisdýrin gætu verið verri! 11. maí 2004 23:00:14 Já, þau gætu verið með fjórar lappir og skott ;) hehe
|
Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna
Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)
Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes
Art Lad
Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ
..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á rss.molunum
1 hefur lagt orð í belg
Takk fyrir hjólatúrinn og fyrir batteríið- það bjargaði mér gjörsamlega. En ég veit ekki alveg hvað það er með mig og hunda en ég mætti all nokkrum á leiðinni og ég fékk sting í hjartað! Ég er drulluhrædd við þessi kvikindi!!
Þetta lagði Sigrún í belginn