|
12. október 2005 # Halló, halló! Jólahvað? Þeir sem sjá um Blómaval inni í Kringlu eru greinilega orðnir alvarlega vitskertir. Gekk framhjá básnum þeirra í dag á leið í apótekið og fékk næstum aðsvif við að sjá þá raða jóladótinu í hillurnar og hengja upp jólaskreytingar! Nú er ég heilmikið jólabarn og er nú þegar farin að hlakka heil ósköp til aðventunnar með allri sinni ljósadýrð, en er þetta nú ekki helst til gróft? Það er bara 12. október. Það eru meira en tveir mánuðir til jóla! Ég varð líka hálfsvekkt inni í Rúmfatalager um síðustu helgi, því þeir eru farnir að selja jólasmákökubox, en það er þó mun temmilegra heldur en þessi hjá Blómaval. Vonandi fara útvarpsstöðvarnar ekki strax í gang með jólalögin. Ég vil helst fá að bíða með jólalög og jólaskreytingar a.m.k. þangað til seinni part nóvember. Ég kvíði t.d. pínulítið fyrir kóræfingu hjá Hlíðaskólakórnum næsta mánudag, því þá byrjum við að láta krakkana æfa jólalögin... :S
|
Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna
Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)
Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes
Art Lad
Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ
..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á rss.molunum
4 hafa lagt orð í belg
Sammála.
Alveg er ég þér hjartanlega sammála. Um miðjan október á bara að banna að taka fram jóladótið því annars er maður orðinn hundleiður á því loksins þegar jólin koma.
Þetta lagði Mamma í belginn
Jól í IKEA
Fór í IKEA áðan og þar var fólkið á fullu að taka upp jólavörur. Meira að segja þrjú skreytt jólatré komin þar. Mætti nú alveg bíða með þetta stúss í mánuð í viðbót.
Þetta lagði Eygló T í belginn
Ekki er ráð nema í tíma sé tekið. En er þetta ekki full mikið af því góða? En svo er annað, eins og "rósin" segir, þeir sem verða með uppákomur á aðventunni verða að fara að huga að því. Ekki satt?
Þetta lagði afi í belginn
það er nú bara rúmur mánuður í aðventuna... hehe hún byrjar nú síðustu helgina í nóv núna. úúúú gaman gaman.
Þetta lagði Jóhanna í belginn