|
22. september 2005 # Elliðaárdalurinn
Við brugðum okkur af bæ í dag og fórum með strætó yfir í Elliðaárdalinn. Tilgangurinn var að kíkja á haustlitina og lyfta nefinu smávegis upp úr námsbókunum. Veðurspáin hafði ekki lofað góðu en það er erfitt að finna tíma þar sem þrír bekkir í árgangi geta stungið af saman svo að við ákváðum bara að láta slag standa fyrst að fimmtudagurinn hentaði. Ég er fegin að við gerðum það. Það var jú mjög kalt en sólin skein allan tímann og það kom ekki dropi úr lofti. Slyddan sem veðurspáin hafði talað um lét ekki sjá sig. Við gengum um dalinn, borðuðum nesti og tíndum alla vega lit laufblöð. Fínn dagur :)
|
Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna
Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)
Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes
Art Lad
Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ
..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á rss.molunum
3 hafa lagt orð í belg
Oh, hvað það hefur verið gaman hjá ykkur í góða veðrinu og myndirnar fínar.
Þetta lagði Mamma í belginn
Áskorun
Nú skora ég á ykkur mæðgur að fara í keppni. Sú ykkar sem tekur bestu haustmyndina (að dómi undirritaðs) fær vegleg verðlaun. Eigum við ekki að gefa frest til mánaðamóta október og nóvember.
Þetta lagði Magnús Már í belginn
Já, hvað segirðu, mamma? Ertu til? Eigum við að taka áskorun Magnúsar? ;)
Þetta lagði Sigurrós í belginn