|
24. apríl 2005 # Myndavélin og ég Við myndavélin fórum og fengum okkur ferskt loft í dag. Við fundum fugla, blóm og gamlar æskuslóðir. Afraksturinn var ca. 190 myndir enda höfum við myndavélin almennt ekki verið þekktar fyrir að koma heim með fáar myndir. Félagslífið í góðum gír Nóg að gera í félagslífinu undanfarið. Fór með nokkrum vinnufélögum á Pasta Basta á miðvikudagskvöldið. Ósköp kósí og skemmtilegt. Fannst samt frekar fúlt að þeir eru hættir með pappírsdúkana og vaxlitina, hlakkaði til að teikna eitthvað sniðugt meðan við biðum eftir matnum. Á föstudagskvöldið var d-bekkjarsaumó hjá Lindu. Við vorum 9 talsins sem er nú í hærra lagi fyrir hópinn og það var sérstaklega gaman að fá hina sjaldséðu hvítu hrafna Jóhönnu og Guðrúnu Brynju, en þar sem önnur er á Vestfjörðum og hin í útlöndum þá komast þær skiljanlega ekki mjög reglulega í saumaklúbb... Í gær komu svo Theó, Lena og Jóhanna til mín í videokvöld. Ástæðan fyrir hittingnum var nú aðallega til að sjá poppvélina mína í aksjón. Við poppuðum fulla vél og stóðum allar fjórar inni í eldhúsi og góndum á vélina meðan hún poppaði. Ofsa gaman :) Í dag hitti ég svo mömmu og Guðbjörgu í Kringlunni. Við kíktum í Next og Hagkaup og fengum okkur svo dýrindis veitingar á Café Roma. Svo að ég er bara ansi sátt :) Leggja orð í belg Enginn hefur lagt orð í belg!
|
Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna
Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)
Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes
Art Lad
Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ
..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á rss.molunum
3 hafa lagt orð í belg
Ég var að fatta það að þú varst myndavélalaus í saumó á föstudaginn. Það er nú bara saga til næsta bæjar:)
Þetta lagði Sigrún í belginn
Já, þú segir satt.... þetta er nú algjör skandall!
Þetta lagði Sigurrós í belginn
Nettar myndir!
Er sérstaklega hrifinn af myndum: 35, 71, 83 og 90.
Mín vél varð allt í einu batteríslaus upp úr þurru, þarf að kaupa ný og kanski auka filmu áður en ég legg í svona törn hehe. :)
Þetta lagði Alliat í belginn