|
28. desember 2005 # Í jólafríinu Býst við að það sé kominn tími til að láta í mér heyra :) Er búin að hafa það ósköp gott um jólin. Á aðfangadagskvöld vorum við í Hraunbænum hjá tengdamömmu en fórum svo á jóladag austur á Selfoss. Þar fyrir utan hef ég aðallega notað tímann í að lesa, borða nammi og laufabrauð og föndra. Las Grafarþögn um daginn og nú er ég að lesa Þriðja táknið sem Hlíðaskóli gaf mér í jólagjöf. Að henni lokinni á ég síðan tvær vænlegar pocketbækur; eina chicklit-bók og eina Fabio-bók. Hlusta líka heilmikið á nýju diskana mína tvo. Goðið Robbie Williams fékk ég í jólagjöf en Úr vísnabók heimsins fyrir jól. Ólíkir diskar en mjög góðir báðir tveir. Það verkefni sem bíður svo næstu daga er að leggja lokahönd á nýja búninginn sem síðan mín ætlar að klæðast frá og með áramótum. Þetta er allt að verða klárt :)
|
Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna
Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)
Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes
Art Lad
Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ
..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á rss.molunum
4 hafa lagt orð í belg
Mamma forvitin!!!
Ég er orðin svo forvitin að sjá nýja útlitið á síðunni þinni að ég get varla beðið. Ég ætla nú samt að reyna að hemja mig en óneitanlega er spennandi að vita hvernig breytingin verður. Góða skemmtun í frændsystkinahópnum í kvöld ég bið kærlega að heilsa öllum.
Þetta lagði Mamma í belginn
Mikið rosalega get ég misskilið hlutina. Ég hélt að þú ætlaðir að klæðast öðrum fötum eftir áramót:)-en það passaði ekki alveg við það sem mamma þín lagði í belginn!! Best að lesa vel það sem fyrir augum ber. Hafðu það gott um áramótin og farðu vel með þig.
Þetta lagði Sigrún í belginn
Þetta er alveg að koma
Þetta er meira að segja fyrsta innleggið í orðabelginn sem er skrifað í nýja (og enn dulda) kerfinu.
Þetta lagði Vefþrællinn í belginn
Koma svo, vefþræll!! Áfram! Annars færðu engan veislukjúkling annað kvöld! ;)
Þetta lagði Sigurrós í belginn