|
9. október 2005 # Litlir kassar með dingalingaling Hmmm...svona ferðir og aðrir stórir viðburðir verða alltaf til þess að leggja bloggið mitt í dvala. Maður hefði haldið að það væri nú öfugt, en einhvern veginn þá finnst mér alltaf að ég þurfi að skrifa svo rosalega mikið ef ég hef verið að gera eitthvað merkilegt að það endar yfirleitt með því að ég skrifa ekki neitt. Ætla að reyna að láta þetta ekki gerast núna. Ætla bara að blogga um hversdagsleikann þar til Finnlandsmyndirnar koma inn og þá segi ég ykkur kannski eitthvað fleira skemmtilegt um Finnland :) Helgin núna hefur hins vegar farið í tiltekt. Langaði til að taka almennilega til núna, þ.e.a.s. útbúa stað fyrir hvern hlut svo að hver hlutur geti verið á sínum stað. Fór í gegnum skrifborðsskúffurnar og henti óþarfa drasli, keypti fullt af litlum plastkössum fyrir föndurdótið og tvo stóra plastkassa til að geyma alla litlu plastkassana í. Hef ég nokkurn tíma sagt ykkur frá þessari gífurlegu áráttu minni til að kaupa plastkassa? Ég hugsa að Rúmfatalagerinn færi einfaldlega á hausinn ef mín nyti ekki við, ég kem reglulega og kaupi fulla innkaupakerru af plastkössum, og það er eiginlega sama hvað ég kaupi mikið, mig vantar alltaf fleiri kassa. Jú jú, það er alveg rétt hjá ykkur ég er óskaplega skrýtin, en það er líka þess vegna sem þið elskið mig ;)
|
Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna
Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)
Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes
Art Lad
Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ
..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á rss.molunum
4 hafa lagt orð í belg
Hehehehe. Gott þú nýtur þín, snúlls;)
Þetta lagði Bára í belginn
Fínt mál þetta með plastkassana en í alvöru, HENTIR ÞÚ EINHVERJU?
Þetta lagði Mamma í belginn
Jú, blessuð vertu! Ég held ég hafi hent a.m.k. tveimur bréfaklemmum og einum brotnum blýanti - það var sko stórhreingerning! ;) hehe
Þetta lagði Sigurrós í belginn
hahahaha..Sigurrós mín...þú ert yndisleg! Útbúa stað fyrir hvern hlut!! VÁ!!!...þegar þú ert búin nennirðu þá að koma til mín....Svooooo mikið af hlutum sem vantar samastaði...:S
Þetta lagði Halla í belginn