12. júlí 2006  #
Hanskablandarinn

Síðasta vetur dó blandarinn minn, sem hafði fram að því staðið sig vel í að tæta sundur appelsínur, perur, epli og fleiri ávexti svo ég gæti neytt þeirra í drykkjarformi. Ég bjóst svo sem ekki við margra ára endingu þar sem greyið var keypt í Bónus, en tæp tvö ár er nú kannski samt helst til stutt.

Í gær dreif ég mig í ELKO til að kaupa nýjan blandara. Starði til skiptis á Electrolux-blandara og einhvern annan sem ég man ekki merkið á og velti fyrir mér hvorn ég ætti að kaupa. Þeir kostuðu báðir það sama en hvor var eiginlega betri? Kostir Electrolux-blandarans voru stærri kanna, kraftmeiri mótor, sérstaklega hannaður til að geta líka bruðið klaka og er frá merki sem ég þekki. Kostir hins blandarans voru einkum þeir að hann var yfirgengilega flottur og mótor-hlutinn var glansandi rauður í stíl við KitchenAid-hrærivélina mína.

En, ég leyfði skynseminni að ráða og fór heim með Electroluxinn. Prófaði hann áðan og áttaði mig strax á því hvað gamli blandarinn minn var lélegur. Þessi er algjör draumur. Ég botna reyndar ekki alveg í leiðbeiningunum - þar stendur Do not operate the appliance with your hands bare. Þarf ég þá að sækja ullarhanskana í hvert skipti sem mig langar í Smoothie...?


Leggja orð í belg
4 hafa lagt orð í belg
12. júlí 2006 13:30:20
mmmmm... heldurðu að það sé ekki gott að hafa smá lopabragð af sjeiknum???? ;)
Þetta lagði Jóhanna í belginn
12. júlí 2006 16:30:36
Ætli það sé ekki vissara að kaupa sér gúmmíhanska sem ná upp að olnboga, ha,ha
Þetta lagði Mamma í belginn
13. júlí 2006 20:57:00
Leiðbeiningar..
Það er nú vissara fyrir þig að fara eftir leiðbeiningunum.....fyrst þær fylgja tækinu á annað borð!!
Þetta lagði Rakel í belginn
13. júlí 2006 21:11:47
Já, ég ákvað sem sagt að fylgja leiðbeiningunum um að ég mætti ekki blanda málningu í blandaranum en eins og ég segi...ég veit ekki alveg þetta með hanskana... ;)
Þetta lagði Sigurrós í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum