|
27. maí 2006 # Vel heppnað kórpartý! Hið árlega kórpartý Hlíðaskólakórsins var haldið með pompi og prakt heima hjá Siggu yfirkórstjóra í dag. Kórinn skemmti sér að venju alveg stórvel, át á sig gat og allir fóru sáttir heim. Við fórum m.a. í Twister, hituðum upp fyrir HM með nokkrum þrusumörkum
hengdum nótur á kórstjórana,
fórum í Fram, fram fylking
og borðuðum pizzur og frostpinna. Sem sagt, einstaklega vel heppnað kórpartý og við getum strax farið að hlakka til næsta árs! Úllen dúllen doff! Við hjónakornin drifum okkur niður í Smáraskóla fyrir hádegi til að kjósa. Lentum ekki í neinni biðröð og smeygðum okkur hvort inn í sinn kjörklefann til að setja x á réttan stað. Veit reyndar ekki hvort x-in okkar lentu bæði á sama stað en það skiptir nú engu máli :) Þetta er hvort eð er allt sama tóbakið ;) Nemandi minn einn er einmitt á þeirri skoðun. Hún hnippti í mig þegar hún var komin í sumarjakkann sinn til að fara út í frímínútur í gær og benti mér á barmmerkin sín tvö. "Þetta eru þeir sem ég held með, Sigurrós!" tilkynnti hún mér ánægð. Öðrum megin í jakkanum var barmmerki fyrir X-D og hinum megin var merki X-V. Já, það er ágætt meðan þetta er allt svona einfalt ;) Leggja orð í belg Enginn hefur lagt orð í belg!
|
Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna
Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)
Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes
Art Lad
Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ
..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á rss.molunum
1 hefur lagt orð í belg
Snögg ertu að senda út! :)
Þið voruð mjög heppin með veður! Takk fyrir strákinn í vetur. Honum hefur farið mikið fram og hann hefur haft mjög gaman að þessu.
Þetta lagði Anna í belginn