12. mars 2007  #
Lítil stúlka komin í heiminn

Bumbulína ákvað aðfararnótt laugardags að hún væri komin með nóg af vistinni í bumbunni og sendi foreldrana af stað á fæðingardeildina, eða réttara sagt í Hreiðrið.

Kl. 15:31 á laugardeginum skaust hún í heiminn, undurfögur og með smá svartan hárlubba.

Litla dóttirin

Við erum komin með prinsessuna heim og ætlum að taka því rólega næstu 1-2 vikur, kynnast betur, læra almennilega á brjóstagjöfina og hafa það huggulegt saman.

Að því loknu hlökkum við til að fá gesti og monta okkur af þessari dásamlegu skvísu ;) Þegar orka og tími leyfa, þá setjum við inn fleiri myndir en í bili þá getið þið skoðað hana á þessari mynd og kíkt á ættarsvipi. En við erum reyndar alveg búin að sjá að þeta er lítil pabbastelpa... ;)

Við þökkum fyrir allar fallegu kveðjurnar sem við höfum fengið með sms, tölvupóstum og í orðabelgnum og einnig í gegnum foreldra okkar.

Hafið það gott, kæru vinir - það ætlum við alla vega að gera :)


Leggja orð í belg
30 hafa lagt orð í belg
13. mars 2007 00:29:20
Til hamingju aftur! Hún er algjör dúlla :D og já hjartanlega sammála að hún líkist pabba sínum. Hlakka til að fá að hitta hana í eigin persónu. Njótið fyrstu daganna :)
Þetta lagði Theó í belginn
13. mars 2007 05:09:36
Innilegar hamingjuóskir
Innilega til hamingju með dótturina!
Þetta lagði Salvör í belginn
13. mars 2007 08:45:58
Til hamingju!
Bestu hamingjuóskir frá Kaupmannahøfn
Þetta lagði Hjálmar Theodórsson í belginn
13. mars 2007 09:08:04
Til hamingju aftur með prinsessuna. Hún er alveg yndisleg að sjá, njótið þessara fyrstu vikna vel þær eru engu líkar :):)
Þetta lagði Jóhanna í belginn
13. mars 2007 09:16:04
Hamingjuóskir
Ég óska ykkur foreldrunum til hamingju með litlu dömuna. Ég hef ekki átt heimangengt en fæ vonandi að sjá dömuna fyrr en síðar. Kveðjur frá Selfossi.
Þetta lagði Magnús Már í belginn
13. mars 2007 09:37:54
Innilega til hamingju enn og aftur!! Hún er yndisleg:) Tek undir það, hún er mjög lík pabba sínum Sigurrós mín! Ég kannast við svona! Mínum manni tekist vel að merkja sínar dömur báðar:) En það verður að leyfa þeim að eiga e-ð:) Hlakka til að sjá litlu dömuna í eigin persónu. Hafið það gott:)
Þetta lagði Helga Steinþórsd í belginn
13. mars 2007 10:08:35
Sæta:)
Innilega til hamingju aftur með litlu sætu dúlluna. Hlakka til að kíkja í heimsókn til ykkar. Hafið það ofsalega gott.
Knús, Lena
Þetta lagði Lena í belginn
13. mars 2007 11:12:51
Elsku Sigurrós. Innilega til hamingju með litlu fegurðardísina. Gott að heyra að allt gekk svona vel.... Nú er ég farin að hlakka ennþá meira til :) 1000 kossar og knús og það er sko um að gera að taka lífinu rólega og njóta þess að kynnast þessum fullkomna einstakling!
Þetta lagði margrét arna í belginn
13. mars 2007 12:34:18
Innilega til hamingju með litlu prinsessuna-hún er algjör rúsína.
Þetta lagði Sigrún i Mosó í belginn
13. mars 2007 15:51:42
Yndisleg!
Hún er yndisleg!! Hlakka til að sjá fleiri myndir (og svo auðvitað barnið í alvöru).
Innilegar hamingjuóskir
kveðja
Marta
Þetta lagði Marta í belginn
13. mars 2007 17:07:59
Innilega til hamingju með þessa fallegu stúlku;) Hlökkum til að koma í heimsókn seinna!

Kær kveðja,
fjölskyldan í Hvassaleitinu
Þetta lagði Ingunn, Bjarni og Tómas Bogi í belginn
13. mars 2007 17:27:54
Algjört krútt
Innilega til hamingju með þessa æðislegu litlu dömu. Njótið vel.
Kveðja úr Grafarvoginum.
Þetta lagði Anna Margrét í belginn
13. mars 2007 17:36:45
Elsku frænka og Jói.. til hamingju með prinsessuna og foreldrahlutverkið! gangi ykkur vel!!
Þetta lagði Kolla frænka í belginn
13. mars 2007 17:58:12
Hæ Sigurrós til hamingju með litlu dúluna endilega komdu íheimsókn við söknum þín öll rosa mikið og komdu með barnið með þér. söknum þín rosalega mikið þín Iðunn
Þetta lagði Iðunn í belginn
13. mars 2007 18:44:01
Innilegar hamingjuóskir. Hún er gullfalleg. Njótið samverunnar.
Kveðja Ásthildur og Sigrún Björk.
Þetta lagði Ásthildur og Sigrún Björk í belginn
13. mars 2007 21:50:09
Innilega til hamingju Jói og Sigurrós.
Þetta lagði Már í belginn
14. mars 2007 09:58:57
Gullfalleg
Til hamingju með þessa gullfallegu stúlku. Hlakka til að heyra fæðingasöguna og hitta ykkur og dömuna, en rosalega gott hjá ykkur að taka ykkar tíma til að ná áttum og njóta í litlu hamingju sápukúlunni ykkar ;)
Sjáumst bráðlega og þá geturður bókað að það verður eggjastokkabjöllukór sem leikur ómfögurlög fyrir litlu stúlkuna.
Kveðja, Elva Rakel.
Þetta lagði Elva Rakel í belginn
14. mars 2007 10:08:42
Til hamingju
Elsku Sigurrós og Jói,
ég óska ykkur innilega til hamingju með litlu dótturina.

kær kveðja
Edda Garðars
Þetta lagði Edda í belginn
14. mars 2007 13:22:04
Til hamingju með skvísuna!
Þetta lagði Sissa í belginn
14. mars 2007 22:00:26
Frábært að sjá fleiri myndir af prinsessunni :) Hún er svo fullkomin!!! Hlakka til að fylgjast áfram með :) Kossar og knús!
Þetta lagði margrét arna í belginn
15. mars 2007 07:51:19
En yndislegar myndir, sú er sko aldeilis glaðvakandi og með á nótunum þarna á nokkrum þeirra. Dúllídúll... :) Kv. Elva.
Þetta lagði Elva Rakel í belginn
15. mars 2007 09:43:11
Yndisleg
Ég var að skoða myndirnar og nú er enn erfiðara að bíða eftir að komast til ykkar og máta litlu elskuna í fangið.
Kveðja og knús til ykkar allra
Þetta lagði Amma Ragna í belginn
15. mars 2007 09:47:16
Mússímúss!
Já, þetta eru æðislegar myndir. Aaaaalgjör dúlla:)
Þetta lagði Lena í belginn
15. mars 2007 11:55:08
Ótrúlega sætar myndir! Meira af þessu ;) Hún er bara strax orðin alvöru manneskja híhí :D
Þetta lagði Theó í belginn
15. mars 2007 12:03:20
Ohhhh hún er alveg yndisleg litla snúllan ykkar, frábært að sjá myndir, við mæðgur sitjum og skoðum og Guðrúnu líst mjög vel á nýjustu vinkonu sína :)
Þetta lagði Jóhanna í belginn
15. mars 2007 12:37:55
Jiminn hvað er gaman að skoða myndirnar af dúllunni. Hún er alveg fullkomin! Njótiði næstu daga alveg í botn ;)
Þetta lagði Halla í belginn
15. mars 2007 14:49:01
Hún er algjört yndi :o)
Elsku stoltu foreldrar!
Til hamingju með litlu stúlkuna. Hún er alveg yndisleg! Gangi ykkur sem allra best og njótið samverunnar þrjú saman.
Hamingjuóskir aftur!
Steinunn Mar
Þetta lagði Steinunn Mar í belginn
15. mars 2007 23:26:56
Til hamingju
Elsku Siggurós og Jói.
Innilegar hamingju óskir með littlu frænku, hún er alveg gull falleg.Hlökkum til að hitta hana í sumar. Ingunn og John.
Þetta lagði Ingunn í belginn
16. mars 2007 09:14:25
verð bara að kommenta einu sinni enn :) Hún er bara svo falleg. En ég verð að skjóta því inn að ég er ekki að komast yfir það að hún hafi verið þarna í bumbunni þinni á föstudaginn... sem þíðir það að ég á eina svona tilbúna í bumbunni minni :) Gerir þetta allt svo raunverulegt :)
Þetta lagði margrét arna í belginn
16. mars 2007 11:56:28
Var að skoða nýjustu myndirnar! Hún er algjör krúsa litla dúllan. Vona að þið hafið það gott litla fjölskyldan ;)
Þetta lagði Theó í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum