13. maí 2007  #
Baráttan um úrslitin

Hið árlega Eurovision-partý Assa var haldið með pompi og prakt í gærkvöld. Ég skildi eftir brjóstamjólk í pela fyrir Rögnu Björk (sem hún drakk umorðalaust í einum teyg hjá pabba sínum) og dreif mig á partýsvæðið.

Eins og vanalega var mikið um dýrðir hjá partýkónginum, íbúðin glæsilega skreytt og stuðið mikið. Ég var nú sú eina sem mætti í þemalitunum (hvítt og blátt fyrir Finnland) sem gefnir höfðu verið upp svo að það lá beint við að ég tæki að mér að halda með Finnlandi.

Ég var alveg sátt við úrslitin, serbneska lagið virkilega fallegt þó að mér fyndist atriði hálfhallærislegt, 6 konur að leika "eitur í flösku". Hins vegar vorum við virkilega hneyksluð á því að RÚV skyldi hafa klippt á restina af keppninni til að sýna frá kosningavökunni. Það var ekki nema svona korter eftir og ég efast stórlega um að fólk hefði beðið mikinn skaða af því að bíða í 15 mínútur eftir að fylgjast með kosningatölunum sem voru ekki allar komnar fyrr en langt undir morgun. Ekki misskilja mig, ég er ekki að segja að Eurovision sé svona miklu merkilegra heldur en upplýsingar um hverjir muni stjórna landinu daginn eftir kosningar og ég fylgdist nú með kosningatölunum þegar ég var komin heim, en 15 mínútur til eða frá breyta varla miklu um gang mála!

~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ 

Svona í lokin á þessari færslu vil ég benda á nýjar myndir af Rögnu Björk , en eins og vanalega kemur hér vikuskammtur af myndum :)


Leggja orð í belg
3 hafa lagt orð í belg
13. maí 2007 20:32:42
Jæja, Ragna Björk! Þú ert nú meira krúttið!!! Ég er sammála henni mömmu þinni með RUV en gleðilegan mæðradag og kossar og knús til mömmu í tilefni dagsins :o)
Þetta lagði Steinunn í belginn
14. maí 2007 19:04:05
Ég er nú ekki enn búin að jafna mig á þessari klippingu hjá Rúv.... algjör hneykslan!!En Serbía var æði, lagið atriðið allt!;) loksins þurfti bara flott lag og kappklæddan söngvarann en ekki e-ð húllumhæ ;)
Þetta lagði Jóhanna í belginn
15. maí 2007 13:01:09
Sammála og flottar myndir
Já, Davíð varð frekar fúll þegar RUV klippti á útsendinguna, svo fúll að hann skipti yfir á Stöð tvö um stund. Ragna Björk er bara sætust og flottust. Þú mátt alveg gefa henni megaknús frá mér og tvíburunum.
Þetta lagði Anna Sigríður Hjaltadóttir í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum