|
2. janúar 2007 # Það bar til um þessar mundir... Okkar Jóa bíður það verkefni nú á næstu dögum að fylla út alla nauðsynlega pappíra vegna komandi fæðingarorlofs. Ég hef þegar verið vöruð við því að þetta ferli sé einn alls herjar frumskógur og það sé endalaust af skjölum og vottorðum sem þurfi að redda héðan og þaðan. Hins vegar kárnar nú heldur gamanið því nú er Fæðingarorlofssjóður víst fluttur á Hvammstanga . Spurning hvort þeir séu með opið um helgina ef við fáum okkur bíltúr norður... ;) Eins gott að Íslandspóstur skuli enn vera starfræktur - eða hvað? Annars yrði þetta eins og í jólaguðspjallinu...
Einhver sem veit stöðuna á gistiheimilum Hvammstanga...? Á nýju ári Þetta er nú engin alvöru færsla, vil bara koma með nokkrar smávægilegar tilkynningar :) Tilkynning 1: Tilkynning 2: Tilkynning 3: Leggja orð í belg Enginn hefur lagt orð í belg!
|
Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna
Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)
Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes
Art Lad
Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ
..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á rss.molunum
4 hafa lagt orð í belg
Heyrðu já það er lítið hótel þar... annars hlýturðu að geta fengið inni hjá Röggu ef allt fer í hart :)
Þetta lagði Jóhanna í belginn
Hún hló, hún hló, hún skelli, skellihló
Þú ert ótrúleg Sigurrós mín. Ég hló mikið að þessum pistli. Ég sé ykkur alveg fyrir mér.
Þetta lagði Mamma í belginn
HAHA;) Annars held ég að þetta skipti litlu máli, ég fór nokkrum sinnum þarna niður eftir til að reyna að fá svör- en maður fær engin!! Þeir segja bara já flott allt komið og svo fær maður bréf seinna um allt sem vantar!! Skemmtilegt
Þetta lagði Ingunn í belginn
OOOOOOOOOOOO heppin að þurfa að fara til Hvammstanga híhí ;). Get sko reddað ykkur gistingu á nokkrum stöðum - jafnvel bara á sjúkrahúsinu ;) ;) Annars tekur Þinghúsið við fólki í gistingu. Þannig að engar áhyggjur!
Þetta lagði Theó í belginn