|
24. mars 2007 # Ragna Björk Jóhannesdóttir Dóttir okkar var skírð heima hjá ömmu sinni í Hraunbænum klukkan hálffjögur í dag, þegar hún var nákvæmlega tveggja vikna gömul. Nafnið hennar, sem við foreldrarnir höfum notað í einrúmi frá því við komumst að því að von væri á lítilli stúlku í heiminn, var gert opinbert við sama tækifæri en hún heitir Ragna Björk í höfuðið á báðum ömmum sínum. Hún var mjög góð meðan á skírninni stóð og kvartaði bara smávegis meðan presturinn skírði hana með vatninu. Svo svaf hún í gegnum alla veisluna og lét ekki trufla sig þó hún væri færð úr einu fangi yfir í annað fyrir alls kyns myndatökur. Mínar myndir úr skírninni má finna hér og mamma er með sínar myndir hér.
|
Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna
Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)
Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes
Art Lad
Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ
..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á rss.molunum
16 hafa lagt orð í belg
Til hamingju
með yndislega nafnið þitt :)nú fer að líða að því að ég birtist og ég hlakka sko mikið til að hitta þig:)
Þetta lagði Jóhanna í belginn
Til hamingju með nafnið litla Ragna Björk!
Þetta lagði Rakel í belginn
Elsku Ragna Björk til hamingju með fallega nafnið þitt :) Nínu Rakel er farið að hlakka til að hitta þig og leika við þig :)
Þetta lagði Margrét Arna í belginn
Ekki hægt að hugsa sér yndislegri stúlku.
Amma sendir kærar kveðjur til Rögnu Bjarkar og þakkar henni fyrir yndislegan dag í gær.
Þetta lagði Amma Ragna í belginn
Kæru Sigurrós og Jói.
Okkar innilegustu hamingjuóskir með þessa yndislegu stúlku og nafnið hennar sem kemur mér ofurítið kunnuglega fyrir.Heill og hamingja fylgi henni.Kveðja
R og M
Þetta lagði Ragna á Ak í belginn
Innilega til hamingju með nafnið!Ofsalega fallegt og hæfir henni rosalega vel. Get ímyndað mér að ömmurnar séu að springa úr stolti :)
Þetta lagði Halla í belginn
Ekki skrýtið
að ömmu Ragnars Fannberg á Akureyri þyki nafnið kunnuglegt. Hún heitir einmitt Ragna Björg.
Þetta lagði Amma Ragna á Selfossi í belginn
Innilega til hamingju með nafnið frænka;) Hlakka til að koma og sjá þig sem fyrst!
Þetta lagði Ingunn í belginn
Til hamingju
Elsku fjölskylda, innilegar hamingjuóskir með skírnardaginn og fallega nafnið þitt Ragna Björk. Fallegt nafn á fallegri prinsessu. Nú fer ég alveg að fara að koma að kíkja á þig og spjalla aðeins við þig ;)
knús úr 16
Helga Sigrún og fjölskylda
Þetta lagði Helga Sigrún og c.o í belginn
Til lukku!
Til lukku með nafnið litla Ragna Björk. Það held ég að ömmurnar þínar séu stoltar af þér :o)
(og foreldrarnir auðvitað!)
Gangi ykkur allt í haginn,
bestu kveðjur ...
Þetta lagði Steinunn í belginn
Til hamingju með Rögnu Björk!
Nöfnin eru flott og virka mjög vel saman, finnst mér. Gangi ykkur vel áfram og njótið nýja hlutverksins, foreldrahlutverksins. Farið vel með ykkur!
Þetta lagði Anna S. Hjaltad í belginn
Innilega til hamingju med nafnid titt:) Sendi hlýjar frá Spáni. Knúss og kossar.....:) Kvedja Helga og fjolsk.
Þetta lagði Helga Steinth. í belginn
Kveðja frá Köben
Til hamingju :D
Þetta lagði Simmi í belginn
Smá ábending (til Jóa)
Hann skrifar að stúlkan ykkar heiti eftir ömmunum sínum. Ég hélt að maður gæti ekki heitið eftir nema þeim sem er dáinn og báðar ömmurna eru sprelllifandi sýnist mér á myndum...
Þetta lagði Anna Sigríður Hjaltad. í belginn
Í höfuðið á
hefur þetta nú örugglega átt að vera. Við erum svo sælar ömmurnar að við látum nú ekki svona smá mistök á okkur fá og höldum áfram að vera sprelllifandi.
Þetta lagði Ragna í belginn
TIL HAMINGJU
Elsku Sigurrós og Jói, INNILEGA til hamingju með skvísuna og fallega nafnið hennar!
Hún er ekkert smá mikil dúlla! :)
Þetta lagði Arnbjörg í belginn