|
28. ágúst 2007 # Ástandið Það var nú ekki ætlunin að láta Gúmmíbangsana tróna hér á forsíðunni út allan mánuðinn... þó þeir séu frábærir ;) Svona er þetta bara stundum. Heilmikið skemmtilegt búið að vera í gangi, brúðkaup, barnaafmæli, bílakaup og fleira. Núna er hins vegar öll fjölskyldan í Betrabóli með kvef og hálsbólgu. Við bíðum spennt eftir þakklætiskorti frá Kleenex enda hljótum við ein og sér að hafa haldið fyrirtækinu uppi síðan fyrir síðustu helgi. Mér finnst verst að Ragna Björk skuli hafa náð sér í vott af kvefinu líka, en það hlaut nú að koma einhvern tímann að fyrstu veikindunum. Hún er með pínu stíflað nef, rennur úr augum, sefur lítið sem ekkert yfir daginn og vaknar nokkrum sinnum á nóttu, lösnum foreldrunum til mikillar gleði eða þannig... En hún er a.m.k. ekki með hita svo að þetta virðist bara vera svona týpískt nefkvef. Vonum bara að það fari ekki yfir í að vera neitt meira. Markmiðið í bili er því að ná upp sæmilegri heilsu hjá öllum fjölskyldumeðlimum.
|
Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna
Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)
Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes
Art Lad
Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ
..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á rss.molunum
5 hafa lagt orð í belg
Megi heilsa
íbúanna á Betrabóli vera fljót að lagast!
Kveðjur og frænkuknús.
Þetta lagði Anna S Hjaltad. í belginn
ÆÆ! Snýt, snýt! Látið ykkur batna!
Þetta lagði Rakel í belginn
Bílakaup
Fróðlegt væri að vita hvernig sjálfrennireið þið fjárfestuð í?
Þetta lagði Magnús Már í belginn
Rennireiðin
Skal setja myndir af henni á netið... nema frúin vilji að þið sjáið hana fyrst með berum augum.
Þetta lagði Jói í belginn
Frúin hlær í betri bíl :)
Allt í lagi mín vegna þó komi inn myndir af glæsibílnum.
Þetta lagði Sigurrós í belginn