|
3. febrúar 2007 # Lasin? Ég? Neeee, getur ekki verið... Stundum hef ég veröldina grunaða um samsæri... Ég er búin að vera að bíða eftir "lausri" helgi til að fara á Selfoss, en allan janúar var alltaf eitthvað, eitt eða fleira, sem ég var að gera um helgar svo það var ekki fyrr en núna sem ég sá fram á að komast. Við ætluðum að fara í gegnum allt barnafataflóðið sem systir mín ætlar að færa mér á silfurfati og bara hafa það kósí saman. En, þá er ég auðvitað orðin veik og það verður ekkert úr herlegheitunum. Var hálfslöpp í vinnunni í gær og með smá hálsbólgueinkenni en vonaði að það yrði ekki að neinu. En það þýðir víst ekki að ætla að þykjast ekki taka eftir Lasarus-merkjunum frá líkamanum í dag, nístandi hálsbólga, nefrennsli og svitakóf. Svo að Selfossförin bíður enn um sinn. Í staðinn fæ ég eiginmanninn bara til að dekra við mig því ég ætla ekki að hreyfa mig úr Lazyboy-stólnum. Magnað hvað svona vesenisveikindi láta alltaf á sér kræla þegar ég ætla að fara að gera eitthvað skemmtilegt.
|
Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna
Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)
Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes
Art Lad
Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ
..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á rss.molunum
6 hafa lagt orð í belg
Æiii...kerlingin mín! Ekki gott ástandið! Já, vertu dugleg að láta manninn stjana við þig:) Nú förum við Laufey Halla að kíkja á þig:)
Knús og láttu þér liða vel....kv.Helga
Þetta lagði Helga Steinþórsd... í belginn
Takk fyrir kveðjuna, Helga mín. Ég hlýt að ná að láta mér batna fyrst ég er komin með svona góða ástæðu :) Væri virkilega gaman að fá ykkur skvísurnar í heimsókn.
Þetta lagði Sigurrós í belginn
Æi, þú sem varst orðin svo spennt í saumó á föstudaginn- en svo er víst bara lífið, þýðir lítið að plana:) Farðu vel með þig!
Þetta lagði Sigrún í belginn
*Knúúúúúúús* Vonandi batnar þér sem fyrst :)
Þín Stefa
Þetta lagði Stefa í belginn
Úff vonandi ertu hressari í dag - og enn hressari á morgun, erfiður dagur hjá okkur á þriðjudaginn! Ekki gott að vera með hálsbólgu og þurfa að tala allan daginn......
Þetta lagði Rakel í belginn
Ég læt bara foreldraviðtöl þriðjudagsins fara fram á táknmáli :) Það gæti verið áhugavert þar sem mín kunnátta er lítil og margir foreldranna með enga ;)
Þetta lagði Sigurrós í belginn