5. febrúar 2007  #
Foreldrar í vinnunni og einkalífinu

Svaf lítið framan af nóttu vegna kvefsins, en náði í staðinn að sofa aðeins fram eftir morgni. Mætti á hádegi á skipulagsdaginn í vinnunni og tók tvö foreldraviðtöl, en aðalviðtalsdagurinn er samt á morgun.

Kl. fjögur fórum við Jói svo á foreldranámskeið á heilsugæslustöðinni okkar. Virkilega áhugavert og skemmtilegt, þó ég viðurkenni nú að ég hefði notið þess enn betur ef ég hefði haft þann möguleika að geta andað með báðum nösum og ekki þurft að snýta mér á fimm mínútna fresti...

Nú vitum við heilmikið um síðustu vikur meðgöngunnar og um fæðinguna sjálfa - getum bara farið að einbeita okkur að því að hlakka til alls fjörsins :)


Leggja orð í belg
5 hafa lagt orð í belg
5. febrúar 2007 20:56:46
Kannski er það bara góður undirbúningur líka að vera kvefaður og sofa lítið yfir nóttina....:)
Þetta lagði Rakel í belginn
6. febrúar 2007 17:23:15
Loksins...
Mikið var gott að þið komust loks á námskeiðið eftir gleymdar skráningar ofl. Ég veit hvernig þetta er Sigurrós mín, sit núna heima með snýtibréf og að ég held rakvélablöð í hálsinum : (
kv
systir
Þetta lagði Guðbjörg í belginn
6. febrúar 2007 17:49:52
Láttu þér nú batna fljótt mín kæra - ég er enn að koma til en þó farin að snýta minna og minna ;o)

*Knús*
Stefa
Þetta lagði Stefa í belginn
13. febrúar 2007 18:22:36
Langt síðan að ég kíkti á þig og les síðan að það fari alveg að fjölga hjá ykkur. Innilega til hamingju með bumbubúann og gangi ykkur sem allra best ;-)
Kær kveðja frá DK,
Dóra Hanna og strákarnir
Þetta lagði Dóra Hanna í belginn
15. febrúar 2007 20:42:24
Þú verður nú að fara að blogga um lífið án okkar......
Þetta lagði Rakel í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum