|
2. janúar 2008 # Breytingar á myndaalbúmi Við upphaf nýs árs er víst í tísku að taka á ýmsum hlutum og færa í betra horf. Myndaalbúmið mitt er það fyrsta sem er tæklað með betrumbótum nú í upphafi ársins 2008, en ég breytti útlitinu á forsíðu albúmsins. Nú er ekki lengur listi á forsíðunni yfir hvert og eitt einasta undiralbúm, heldur eingöngu tenglar á aðalalbúmin níu. Undiralbúmin sjást þó að sjálfsögðu þegar smellt er á aðalalbúmin. Listinn var settur inn á sínum tíma til að tryggja að ekki þyrfti að leita lengi að undiralbúmum. En listinn var bara einfaldlega orðinn alltof langur svo að forsíðan var ekkert sérstaklega aðlaðandi lengur. Kannski tek ég mig til og endurskipulegg enn betur þau albúm sem segja sig ekki alveg sjálf eða geri jafnvel einhverjar drastískar breytingar á öllu albúminu - en í bili, þá er það bara forsíðan sem hefur breytt um útlit :)
|
Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna
Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)
Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes
Art Lad
Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ
..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á rss.molunum
2 hafa lagt orð í belg
Gleðilegt ár!
Já það vantar ekki skipulagshæfnina á þinn bæ Sigurrós mín. Værirðu ekki til í að koma og taka til í mínum myndum - ég þarf að sortera frá því í febrúar á síðasta ári :P~~
Merkilegt hvað maður heldur að það sé auvðelt að vera með digital vél...en þetta er bara miklu meiri vinna en áður ;o)
Gleðilegt nýtt ár gamla mín....
Þetta lagði Stefa í belginn
Tek undir með Stefu, þetta er svolítil vinna - maður þyrfti að vera örlítið meiri Sigurrós í sér til að þetta liti vel út á harða diskinum!
Þetta lagði Rakel í belginn